47. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. mars 2020 kl. 09:00


Mætt:

Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Helga Vala Helgadóttir boðaði forföll sökum veikinda.
Lilja Rafney Magnúsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 46. fundar var samþykkt.

2) 38. mál - mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu eftirtaldir aðilar:

Kl. 9:00
Rúnar Helgi Haraldsson frá Fjölmenningarsetri og Nína Helgadóttir og Margrét Lúthersdóttir frá Rauða krossinum á Íslandi.

Kl. 9:35
Edda Ólafsdóttir og Jóhanna Vilborg Ingvarsdóttir frá Félagsráðgjafafélagi Íslands og Kjartan Már Kjartansson og Hilma Sigurðardóttir frá Reykjanesbæ.

Fóru þau yfir umsagnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 468. mál - fjöleignarhús Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar mættu eftirtaldir aðilar:

Kl. 9:50
Árni Davíðsson.

Kl. 10:05
Stefán Birnir Sverrisson og Jóhann G. Ólafsson frá Rafbílasambandi Íslands og Kristján Daníel Sigurbergsson frá Samtökum rafverktaka.

Kl. 10:30
Bergur Þorri Benjamínsson frá Sjálfsbjörgu.

Fóru þeir yfir umsagnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Aðgengismál fatlaðs fólks Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar mætti Bergur Þorri Benjamínsson. Fór hann yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 390. mál - lyfjalög Kl. 11:30
Á fund nefndarinnar mættu Sigurbjörn Þór Jakobsson og Margrét Ösp Stefánsdóttir frá Pharmarctica. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 597. mál - heilbrigðisþjónusta Kl. 11:55
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

7) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00